NBA í nótt: Boston og Cleveland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2010 09:00 LeBron James í baráttunni í nótt. Mynd/AP Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira