Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist 15. apríl 2010 03:00 Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð ODDsson Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira