Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá 12. maí 2010 04:00 Kristján Sig. Kristjánsson vill afsala sér kosningarétti til að axla sína ábyrgð og hindra að hann geti kosið í næstu borgarstjórnarkosningum ef sú „brjálæðislega hugmynd“ skyldi ná tökum á honum, til dæmis ef honum yrði boðin borgun eða vinna. Fréttablaðið/GVA „Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira