Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin 29. september 2010 03:00 Ólína Þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th
Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira