Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli 3. desember 2010 09:18 Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira