Bjarni Ben bendir á fáránleika málsins 25. september 2010 08:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þingmannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum. Í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Bjarni á að ef sækja eigi málin á grundvelli mats, megi að sama skapi sækja ráðherra í sitjandi ríkisstjórn til saka fyrir viðbragðaleysi þegar hæstaréttardómurinn í gengislánamálinu féll í sumar. Þá hafi nefnd um fjármálalegan stöðugleika komið saman og metið það svo að vissar líkur væru á að bankakerfið myndi hrynja að nýju, sagði Bjarni í greininni. Engu að síður hafi ríkisstjórnin ekki látið vinna greiningu á þeirri fjárhagslegu áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir. Í tillögu þingmannanefndarinnar er ráðherrunum fjórum gefið að sök að hafa ekki látið vinna slíka greiningu í aðdraganda hruns bankanna. Segir Bjarni málin sambærileg í öllum mikilvægum atriðum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Bjarni vera að benda á fáránleika málsins. „Ef byggt er á mats-kenndum atriðum er auðvelt að heimfæra þau upp á verk þessarar ríkisstjórnar. Ég er talsmaður þess að menn fari ekki inn á þessa braut. Hins vegar kunna að koma upp mál þar sem þingið verður að grípa inn í. Það eru mál þar sem ráðherra mátti vera ljóst að hann væri að fremja brot. Það á ekki við í þessum málum.“- bþs Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þingmannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum. Í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Bjarni á að ef sækja eigi málin á grundvelli mats, megi að sama skapi sækja ráðherra í sitjandi ríkisstjórn til saka fyrir viðbragðaleysi þegar hæstaréttardómurinn í gengislánamálinu féll í sumar. Þá hafi nefnd um fjármálalegan stöðugleika komið saman og metið það svo að vissar líkur væru á að bankakerfið myndi hrynja að nýju, sagði Bjarni í greininni. Engu að síður hafi ríkisstjórnin ekki látið vinna greiningu á þeirri fjárhagslegu áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir. Í tillögu þingmannanefndarinnar er ráðherrunum fjórum gefið að sök að hafa ekki látið vinna slíka greiningu í aðdraganda hruns bankanna. Segir Bjarni málin sambærileg í öllum mikilvægum atriðum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Bjarni vera að benda á fáránleika málsins. „Ef byggt er á mats-kenndum atriðum er auðvelt að heimfæra þau upp á verk þessarar ríkisstjórnar. Ég er talsmaður þess að menn fari ekki inn á þessa braut. Hins vegar kunna að koma upp mál þar sem þingið verður að grípa inn í. Það eru mál þar sem ráðherra mátti vera ljóst að hann væri að fremja brot. Það á ekki við í þessum málum.“- bþs
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira