Innlent

Fær ekki bætur vegna látins föður

Viðey. Mynd úr safni.
Viðey. Mynd úr safni.

Sonur manns sem lést í sjóslysi í Viðeyjarsundi árið 2005 fær ekki dánarbætur úr fjölskyldutryggingu föður síns vegna þess að sambýliskona hans lést hálftíma síðar í sama slysi.

Um er að ræða slys sem varð í september 2005 en þá steytti Jónas Garðason á skeri en í ljós kom síðar að hann var drukkinn þegar hann stýrði bátnum. Friðrik Ásgeir Hermannsson og sambýliskona hans Matthildur Harðardóttir létust í slysinu.

Jónas var dæmdur í fangelsi vegna slyssins.

Sonur Friðriks höfðaði hinsvegar mál gegn Tryggingamiðstöðinni vegna þess að Matthildur hlaut dánarbætur úr fjölskyldutryggingu Friðriks. Ástæðan var sú að Friðrik lést samstundis en Matthildur lést hálftíma síðar. Því fékk hún dánarbæturnar en þær runnu í dánarbú hennar.

Hæstiréttur úrskurðaði að það væri óumdeilt að þau hefðu sannarlega verið í sambúð og að hún hefði látist hálftíma síðar. Því hafi hún fengið dánarbæturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×