Bréf forsetans ekki afhent 20. janúar 2010 01:30 forsetinn á indlandi Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. Fréttablaðið/GVA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent