Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2010 18:01 Birgir Ármannsson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í saksóknaranefnd Alþingis. Mynd/ Anton. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde. Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde.
Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira