Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar 15. júní 2010 03:00 hólmsheiði Þar eins og víðar má sjá birki og víðiplöntur vaxa upp úr lúpínubreiðunni. „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira