Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu 19. júní 2010 07:00 Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira