Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2 12. apríl 2010 19:09 Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira