Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hafnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna sem borgarstjóra. Þetta kemur fram í þætti Hrafns Gunnlaugssonar „Reykjavík - Hvað næst?" á sjónvarpsstöðinni ÍNN sem sýndur verður annað kvöld.
Þátturinn var tekinn upp í gær. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson bar lof á leiðtogahæfileika Hönnu Birnu og benti á nýlega skoðanakönnun MMR máli sínu til stuðnings en könnunin sýnda mikla ánægju Reykvíkinga með störf hennar sem borgarstjóra.
Jón Gnarr fórnaði þá höndum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ingva Hrafni Jónssyni sjónvarpsstjóra ÍNN, og sagði: „Nei, nei, nei. Það verður að koma eitthvað nýtt."
