Handbolti

Norðmenn í fínum málum en meiri spenna hjá Þjóðverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Austurríkismenn eru í góðum málum.
Austurríkismenn eru í góðum málum. Mynd/DIENER
Fimm leikir fóru fram í gær í umspili um laus sæti á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Úkraínumenn voru eina liðið sem vann á útivelli en Austurríki, Noregur, Þýskaland og Serbía fara öll með forskot í útileikinn um næstu helgi.

Austurríkismenn eru nánast komnir áfram eftir 16 marka sigur á Hollandi, 31-15, og Norðmenn eru einnig í fínum málum eftir 27-19 sigur á Litháen.

Það er meiri spenna hjá Þjóðverjum og Serbum. Þýska liðið vann fimm marka sigur á Grikklandi, 25-20, og Serbar unnu fjögurra marka sigur á Tékklandi, 27-23.

Úkraínumenn unnu að lokum fimm marka sigur á Slóvakíu á útivelli, 25-30. Seinni leikir liðanna fara fram um næstu helgi.

Hinir leikirnir í umspilinu fara fram í dag en þar mætast Slóvenía-Ungverjaland, Rúmenía-Rússland, Danmörk-Sviss og Portúgal-Spánn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×