Snorri í Betel: Gagnrýnir umburðarleysi gagnvart kristni Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 10:26 Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum. Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
„Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum.
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira