Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2010 18:20 Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum. Skroll-Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira