Ákvörðun Alþingis um að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur vakið heimsathygli. Meðal annars má finna mynd af Geir og greinarstúf á alfræðisíðunni Wikipedia.org í dag.
Þegar hafa upplýsingar um hann verið uppfærðar og þar minnst á ákærurnar sem og að hann verði dreginn fyrir Landsdóm.
Á forsíðunni má einnig lesa um Kim Jong-un, son Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu.
Geir á forsíðu Wikipedia-alfræðiritsins
