Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum 3. mars 2010 10:18 Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira