Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar Boði Logason skrifar 15. nóvember 2010 17:19 Krakkarnir fóru út við Menntaskólann á Akureyri. Óskar auglýsir eftir vitnum að athæfinu. „Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira