Bréfdúfa aftur sneggri en breiðbandið 20. september 2010 10:27 Enn og aftur hefur bréfdúfa reynst sneggri en breiðbandið á netinu, að þessu sinni í Bretlandi. Almenningur í Bretlandi hefur kvartað mikið undan því hversu breiðbandið virkar hægt á netinu þar í landi og því var ákveðið að láta bréfdúfu keppa við það í hraða sendingar. Keppnin var sett þannig upp að 5 mínútna myndbandsskot var sent eftir breiðbandinu frá bæ í Yorkshire yfir til bæjar í Lincolnshire sem er í 120 km fjarlægð. Á sama tíma voru tölvukubbar með myndbandinu sendir sömu leið með tíu bréfdúfum. Það er skemst frá því að segja að fyrsta bréfdúfan með tölvukubbinn skilaði sér á áfangastað töluvert á undan þeim tíma sem tók að hlaða myndbandið niður með breiðbandinu. Sama tilraun var gerð í Suður-Afríku í fyrra og komst bréfdúfan Winston þá í heimsfréttirnar. Þegar hún náði áfangastað með tölvukubb var aðeins búið að hlaða niður 4% af efni hans í gegnum netsendingu. Fjarlægðin sem Winston flaug í því dæmi voru 96 km. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Enn og aftur hefur bréfdúfa reynst sneggri en breiðbandið á netinu, að þessu sinni í Bretlandi. Almenningur í Bretlandi hefur kvartað mikið undan því hversu breiðbandið virkar hægt á netinu þar í landi og því var ákveðið að láta bréfdúfu keppa við það í hraða sendingar. Keppnin var sett þannig upp að 5 mínútna myndbandsskot var sent eftir breiðbandinu frá bæ í Yorkshire yfir til bæjar í Lincolnshire sem er í 120 km fjarlægð. Á sama tíma voru tölvukubbar með myndbandinu sendir sömu leið með tíu bréfdúfum. Það er skemst frá því að segja að fyrsta bréfdúfan með tölvukubbinn skilaði sér á áfangastað töluvert á undan þeim tíma sem tók að hlaða myndbandið niður með breiðbandinu. Sama tilraun var gerð í Suður-Afríku í fyrra og komst bréfdúfan Winston þá í heimsfréttirnar. Þegar hún náði áfangastað með tölvukubb var aðeins búið að hlaða niður 4% af efni hans í gegnum netsendingu. Fjarlægðin sem Winston flaug í því dæmi voru 96 km.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira