Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna 24. febrúar 2010 05:00 Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja fyrir svörum fjölmiðla í janúar eftir að í ljós kom að útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kæmi til með að frestast. Fréttablaðið/stefán Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira