Fótbolti

Alves: Þurfum 200% einbeitingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daniel Alves segir að leikurinn í kvöld verði alls ekki auðveldur.
Daniel Alves segir að leikurinn í kvöld verði alls ekki auðveldur.

Daniel Alves, bakvörður Evrópumeistara Barcelona, segir að sitt lið þurfi fulla einbeitingu til að komast áfram í Meistaradeildinni í kvöld.

Börsungar taka á móti Stuttgart í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum. Barcelona er í betri stöðu fyrir leikinn eftir 1-1 jafntefli í Þýskalandi.

„Ef þú ert ekki 200% þá detturðu út. Við þurfum að hlaða batteríin og vera viðbúnir. Við viljum komast áfram og erum í betri stöðu fyrir framan okkar áhorfendur. Við megum ekki klúðra því," sagði Alves.

„Við vitum hve mikilvæg og erfið þessi keppni er. Smá mistök og þú ert sendur heim. Þetta verður erfiður leikur og við verðum að gefa allt í þetta."

Í hinum leik kvöldsins tekur Bordeaux á móti Olympiakos. Franska liðið er í góðum málum þar eftir 1-0 sigur í Grikklandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×