Setja milljarða inní grískt hagkerfi 18. nóvember 2010 06:00 Grikkir ganga í gegnum miklar þrengingar og hafa orðið að skera niður í ríkisbúskapnum. Það fer ekki vel í landsmenn. Fréttablaðið/AP Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira