Straumur selur hlut sinn í Magasin du Nord 4. maí 2010 08:45 Með kaupunum nú yfirtekur Fiyaz 50% eign Straums í Solstra Holding, félag sem hann og Straumur hafa rekið í sameiningu. Straumur hefur selt helmingshlut sinn í Magasin du Nord til pakistanska fjárfestisins Alshair Fiyaz. Er þessi þekkta danska stórverslun því komin alfarið í eigu Fiyaz. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir Oscar Crohn forstjóri Straums í Danmörku að það hafi alltaf legið í spilunum að þessi helmingshlutur yrði seldur. „Við töldum það góða tímasetningu að selja núna," segir Crohn og bætir því við að tími hafi verið kominn til að kveðja stórverslunina. Skömmu eftir að Fiyaz keypti helmingshlut í Magasin du Nord í ágúst fyrra var rekstur stórverslunarinnar seldur til bresku verslanakeðjunnar Debenhams. Með kaupunum nú yfirtekur Fiyaz 50% eign Straums í Solstra Holding, félag sem hann og Straumur hafa rekið í sameiningu. Inn í Solstra eru, auk Magasin, eignirnar stórverslunin Illum og Magasin-eignir í Lyngby, Árósum og Óðinsvéum. Eftir söluna á Straumur í Danmörku enn verslanaeignirnar Biva, Day Birger Mikkelsen og helminginn af fasteignum Magasin við Kongens Nytorv. Samkvæmt Crohn á Straumur enn um 135 eignir og fjárfestingar sem ætlunin er að selja á næstu fimm til sjö árum. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Straumur hefur selt helmingshlut sinn í Magasin du Nord til pakistanska fjárfestisins Alshair Fiyaz. Er þessi þekkta danska stórverslun því komin alfarið í eigu Fiyaz. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir Oscar Crohn forstjóri Straums í Danmörku að það hafi alltaf legið í spilunum að þessi helmingshlutur yrði seldur. „Við töldum það góða tímasetningu að selja núna," segir Crohn og bætir því við að tími hafi verið kominn til að kveðja stórverslunina. Skömmu eftir að Fiyaz keypti helmingshlut í Magasin du Nord í ágúst fyrra var rekstur stórverslunarinnar seldur til bresku verslanakeðjunnar Debenhams. Með kaupunum nú yfirtekur Fiyaz 50% eign Straums í Solstra Holding, félag sem hann og Straumur hafa rekið í sameiningu. Inn í Solstra eru, auk Magasin, eignirnar stórverslunin Illum og Magasin-eignir í Lyngby, Árósum og Óðinsvéum. Eftir söluna á Straumur í Danmörku enn verslanaeignirnar Biva, Day Birger Mikkelsen og helminginn af fasteignum Magasin við Kongens Nytorv. Samkvæmt Crohn á Straumur enn um 135 eignir og fjárfestingar sem ætlunin er að selja á næstu fimm til sjö árum.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira