Jólagjafir með hagtölugleraugum 1. desember 2010 09:00 Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s Fréttir Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s
Fréttir Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira