Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent