Allt undir við skoðun á sparisjóðunum Brjánn Jónasson skrifar 1. desember 2010 07:00 Byr sparisjóður Líklegt er að fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði renni inn í Bankasýslu ríkisins fyrir áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. Fjöldi útibúa fylgir viðskiptamódeli sparisjóðanna, en einn styrkleika þeirra hefur verið nándin við viðskiptavinina, segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún segir eðlilegt að sparisjóðirnir séu með fleiri útibú en aðrar fjármálastofnanir, en þrátt fyrir sérstöðu þeirra þurfi að skoða allar leiðir til að hagræða í rekstri sparisjóðakerfisins. Þar verði allt að vera undir, þar með talið fjöldi útibúa. „Það er afar mikilvægt að láta ekki staðar numið þegar fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna er lokið. Það verður að halda áfram og klára þá rekstrarlegu endurskipulagningu sem hlýtur að fylgja í kjölfarið,“ segir Elín. Hún segir það mikilvægt í ljósi þess hversu miklar breytingar hafa orðið á stærð sparisjóðakerfisins, og ekki síður þeirra aðstæðna sem fjármálafyrirtæki búi við á Íslandi í dag. „Viðskiptamódel sparisjóðanna gengur út á að þjónusta almenna viðskiptavini. Sparisjóðirnir hafa byggt tilveru sína á nálægð við viðskiptavinina, þeir þekkja viðskiptavinina vel og viðskiptavinirnir þá. Það er styrkleiki sparisjóðanna,“ segir Elín. „Auðvitað verður að gæta að því að þessi styrkleiki tapist ekki,“ segir Elín. Hún segir að skoðaðir verði allir möguleikar til að bæta rekstrarafkomu sparisjóðanna. Hluti af því verði án efa að skoða hvort þörf sé fyrir öll þau útibú sem sparisjóðirnir starfræki í dag. Í ræðu á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í síðustu viku sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri mikilvægt að sparisjóðirnir takmörkuðu starfsemi sína við þá þætti þar sem þeir væru samkeppnisfærir, og færu ekki út í áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi. Elín segir æskilegt að hlúa að fjölbreytileika í fjármálakerfinu, og þar séu sparisjóðirnir mikilvægir. „Það er alveg ljóst að það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á stærð sparisjóðakerfisins frá árinu 2001 til ársins í ár. Fyrst varð gríðarleg stækkun, en síðan hefur kerfið minnkað mikið, niður fyrir þá stærð sem það var í árið 2001,“ segir Elín. Bankasýsla ríkisins er eignarhaldsfélag í eigu ríkisins. Félagið fer með eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum. Bankasýslan hefur undanfarið aflað upplýsinga um stöðu sparisjóðakerfisins og mótað mögulegar leiðir sem hægt væri að fara til að endurskipuleggja rekstur. Bankasýslan fer nú með 81,33 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, 13 prósenta hlut í Arion og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá er 49,5 prósenta hlutur í Sparisjóði Norðfjarðar undir stjórn Bankasýslunnar. Elín reiknar með að eignarhald á fjórum sparisjóðum til viðbótar muni renna inn í Bankasýsluna á næstu dögum. Um er að ræða eignarhluti í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Þórshafnar. Þá segir Elín viðbúið að Sparisjóður Keflavíkur renni inn í Bankasýsluna fyrir áramót, sem og fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði. Fréttir Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. Fjöldi útibúa fylgir viðskiptamódeli sparisjóðanna, en einn styrkleika þeirra hefur verið nándin við viðskiptavinina, segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún segir eðlilegt að sparisjóðirnir séu með fleiri útibú en aðrar fjármálastofnanir, en þrátt fyrir sérstöðu þeirra þurfi að skoða allar leiðir til að hagræða í rekstri sparisjóðakerfisins. Þar verði allt að vera undir, þar með talið fjöldi útibúa. „Það er afar mikilvægt að láta ekki staðar numið þegar fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna er lokið. Það verður að halda áfram og klára þá rekstrarlegu endurskipulagningu sem hlýtur að fylgja í kjölfarið,“ segir Elín. Hún segir það mikilvægt í ljósi þess hversu miklar breytingar hafa orðið á stærð sparisjóðakerfisins, og ekki síður þeirra aðstæðna sem fjármálafyrirtæki búi við á Íslandi í dag. „Viðskiptamódel sparisjóðanna gengur út á að þjónusta almenna viðskiptavini. Sparisjóðirnir hafa byggt tilveru sína á nálægð við viðskiptavinina, þeir þekkja viðskiptavinina vel og viðskiptavinirnir þá. Það er styrkleiki sparisjóðanna,“ segir Elín. „Auðvitað verður að gæta að því að þessi styrkleiki tapist ekki,“ segir Elín. Hún segir að skoðaðir verði allir möguleikar til að bæta rekstrarafkomu sparisjóðanna. Hluti af því verði án efa að skoða hvort þörf sé fyrir öll þau útibú sem sparisjóðirnir starfræki í dag. Í ræðu á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í síðustu viku sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri mikilvægt að sparisjóðirnir takmörkuðu starfsemi sína við þá þætti þar sem þeir væru samkeppnisfærir, og færu ekki út í áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi. Elín segir æskilegt að hlúa að fjölbreytileika í fjármálakerfinu, og þar séu sparisjóðirnir mikilvægir. „Það er alveg ljóst að það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á stærð sparisjóðakerfisins frá árinu 2001 til ársins í ár. Fyrst varð gríðarleg stækkun, en síðan hefur kerfið minnkað mikið, niður fyrir þá stærð sem það var í árið 2001,“ segir Elín. Bankasýsla ríkisins er eignarhaldsfélag í eigu ríkisins. Félagið fer með eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum. Bankasýslan hefur undanfarið aflað upplýsinga um stöðu sparisjóðakerfisins og mótað mögulegar leiðir sem hægt væri að fara til að endurskipuleggja rekstur. Bankasýslan fer nú með 81,33 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, 13 prósenta hlut í Arion og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá er 49,5 prósenta hlutur í Sparisjóði Norðfjarðar undir stjórn Bankasýslunnar. Elín reiknar með að eignarhald á fjórum sparisjóðum til viðbótar muni renna inn í Bankasýsluna á næstu dögum. Um er að ræða eignarhluti í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Þórshafnar. Þá segir Elín viðbúið að Sparisjóður Keflavíkur renni inn í Bankasýsluna fyrir áramót, sem og fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði.
Fréttir Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira