Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins 21. ágúst 2010 16:33 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Geir að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjör og þar væri engan milliveg að finna. Þessu mótmælir biskupinn og segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af allan vafa um tilkynningaskyldu presta. „Fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta að hún gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Gengið er út frá því að velferð barnsins hafi forgang. Það er í fullu samræmi við hina kristnu siðfræði og mannsskilning sem setur barnið og velferð þess fremst," segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Samkvæmt starfsmannalögum eru prestar eins og allir opinberir starfsmenn bundnir trúnaði og þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi og leynt skal fara. En jafn ljóst er að þeim ber að lúta fyrirmælum barnaverndarlaga. Í skriftum ber presturinn þá ábyrgð að hlusta á syndajátningu einstaklings „í Guðs stað" og boða iðrun og fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni. Þegar einstaklingur leitar prests til að skrifta, það er játa synd sína og þiggja fyrirgefningu syndanna eins og af Guðs munni, þá á það sér undanfara í samtali þar sem iðrun og yfirbót er mikilvæg forsenda. Þó að presturinn sé bundinn trúnaði sem hann má ekki bregðast, þá getur skriftarbarnið ekki bundið samvisku prestsins. Íslensk lög og kirkjuréttur hafa gengið út frá því um langan aldur. Presti sem verður áskynja í skriftum að lífi eða heill annarra er ógnað er skyldugt að leiða viðkomandi fyrir sjónir að honum beri skylda til að koma í veg fyrir það og að prestinum sé skylt að tilkynna slíkt ef viðkomandi gerir það ekki sjálfur." Skroll-Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Geir að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjör og þar væri engan milliveg að finna. Þessu mótmælir biskupinn og segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af allan vafa um tilkynningaskyldu presta. „Fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta að hún gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Gengið er út frá því að velferð barnsins hafi forgang. Það er í fullu samræmi við hina kristnu siðfræði og mannsskilning sem setur barnið og velferð þess fremst," segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Samkvæmt starfsmannalögum eru prestar eins og allir opinberir starfsmenn bundnir trúnaði og þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi og leynt skal fara. En jafn ljóst er að þeim ber að lúta fyrirmælum barnaverndarlaga. Í skriftum ber presturinn þá ábyrgð að hlusta á syndajátningu einstaklings „í Guðs stað" og boða iðrun og fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni. Þegar einstaklingur leitar prests til að skrifta, það er játa synd sína og þiggja fyrirgefningu syndanna eins og af Guðs munni, þá á það sér undanfara í samtali þar sem iðrun og yfirbót er mikilvæg forsenda. Þó að presturinn sé bundinn trúnaði sem hann má ekki bregðast, þá getur skriftarbarnið ekki bundið samvisku prestsins. Íslensk lög og kirkjuréttur hafa gengið út frá því um langan aldur. Presti sem verður áskynja í skriftum að lífi eða heill annarra er ógnað er skyldugt að leiða viðkomandi fyrir sjónir að honum beri skylda til að koma í veg fyrir það og að prestinum sé skylt að tilkynna slíkt ef viðkomandi gerir það ekki sjálfur."
Skroll-Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira