Laun varaborgarfulltrúa Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar