Ákært um eða eftir áramót 2. nóvember 2010 06:45 Sigríður Friðjónsdóttir Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent