Ólöf Jara leikur eiginkonu Buddy Holly í Austurbæ 30. júní 2010 11:45 Ólöf Jara leikur Maríu Elenu, eiginkonu Buddy Holly, í sýningu um söngvarann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt fyrir sýningunni," segir Ólöf Jara Skagfjörð. Ólöf Jara leikur Maríu Elenu, eiginkonu Buddy Holly í söngleik um söngvarann sem verður frumsýndur í endurbættum Austurbæ í október. Þar leikur Ólöf á móti hjartaknúsaranum Ingó veðurguði sem fer með hlutverk söngvarans. „Ég er mjög spennt fyrir að vinna með Ingó. Ég held að hann sé bara góður gaur og hlakka til að kynnast honum," segir Ólöf. „Ég held að það verði mjög gaman. En ég á kærasta þannig ég get ekki sagt að ég sé spennt á sömu forsendum og margar aðrar myndu vera." Sagan um Buddy Holly er einstaklega sorgleg því söngvarinn lést í hörmulegu flugslysi á toppi ferilsins einungis 23 ára gamall. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið í sviðsljósinu í eitt og hálft ár skildi hann eftir sig fjöldann allan af gullmolum sem lifa enn þann dag í dag. „Ég held að þetta verði mjög góð sýning. Það er góð tónlist í sögunni og lög frá þessu tímabili eru með góðum laglínum. Ég er mjög hrifin af tónlist í þessum stíl," segir Ólöf Jara. Maria með mynd af Buddy Holly. Ólöf á ekki langt að sækja hæfileikana, en hún er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð. Hún lék annað aðalhlutverkið í uppfærslu Verzló á söngleiknum Kræ-beibí sem er frá svipuðu tímabili. Þá lék hún Sandy í uppfærslu á Grease í Loftkastalanum í fyrra.Ingó hefur ekki eins mikla reynslu, en hefur þó sést í auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Ólöf hefur engar áhyggjur af því að hann muni ekki standa sig. „Ég held að Gunni Helga [leikstjóri] sé fullfær um að aðstoða Ingó," segir hún. „Hann á eftir að tuska hann alveg til. En ef Ingó vill spyrja mig að einhverju aðstoða ég hann alveg. Þetta snýst bara um samvinnu í þeim atriðum sem við erum saman í."linda@frettabladid.is Innlent Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt fyrir sýningunni," segir Ólöf Jara Skagfjörð. Ólöf Jara leikur Maríu Elenu, eiginkonu Buddy Holly í söngleik um söngvarann sem verður frumsýndur í endurbættum Austurbæ í október. Þar leikur Ólöf á móti hjartaknúsaranum Ingó veðurguði sem fer með hlutverk söngvarans. „Ég er mjög spennt fyrir að vinna með Ingó. Ég held að hann sé bara góður gaur og hlakka til að kynnast honum," segir Ólöf. „Ég held að það verði mjög gaman. En ég á kærasta þannig ég get ekki sagt að ég sé spennt á sömu forsendum og margar aðrar myndu vera." Sagan um Buddy Holly er einstaklega sorgleg því söngvarinn lést í hörmulegu flugslysi á toppi ferilsins einungis 23 ára gamall. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið í sviðsljósinu í eitt og hálft ár skildi hann eftir sig fjöldann allan af gullmolum sem lifa enn þann dag í dag. „Ég held að þetta verði mjög góð sýning. Það er góð tónlist í sögunni og lög frá þessu tímabili eru með góðum laglínum. Ég er mjög hrifin af tónlist í þessum stíl," segir Ólöf Jara. Maria með mynd af Buddy Holly. Ólöf á ekki langt að sækja hæfileikana, en hún er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð. Hún lék annað aðalhlutverkið í uppfærslu Verzló á söngleiknum Kræ-beibí sem er frá svipuðu tímabili. Þá lék hún Sandy í uppfærslu á Grease í Loftkastalanum í fyrra.Ingó hefur ekki eins mikla reynslu, en hefur þó sést í auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Ólöf hefur engar áhyggjur af því að hann muni ekki standa sig. „Ég held að Gunni Helga [leikstjóri] sé fullfær um að aðstoða Ingó," segir hún. „Hann á eftir að tuska hann alveg til. En ef Ingó vill spyrja mig að einhverju aðstoða ég hann alveg. Þetta snýst bara um samvinnu í þeim atriðum sem við erum saman í."linda@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira