Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? 28. október 2010 22:26 Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar
Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira