Verður barizt við vindmyllur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. nóvember 2010 03:00 Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Þetta er orkukostur, sem á að skoða í fullri alvöru. Nýting vindorku hefur gefið góða raun í mörgum nágrannalöndum okkar. Vindurinn skilar Dönum til dæmis hátt í tíunda hluta þess rafmagns sem þeir nota. Úlfar Linnet, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir að hér á landi sé nægilega stöðugur vindur fyrir orkuvinnslu og vindrafstöðvar geti raunar skilað meiri orkuframleiðslu hér en í flestum öðrum löndum vegna betri nýtingar. Virkjun vindorku er ein umhverfisvænasta orkuvinnsluleið sem til er. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmda og efnisflutninga er miklu minni en vegna annarra virkjunarkosta. Jarðrask er sömuleiðis miklu minna en vegna vatnsafls- eða jarðvarmavirkjana. Víða erlendis halda bændur áfram að nytja land, sem leigt hefur verið undir vindorkuver, enda taka sjálfar vindrafstöðvarnar ekki upp nema um það bil einn hundraðshluta landrýmisins. Við bætist að auðlindin, vindurinn, er ókeypis og nokkurs virði að geta þannig breytt rokinu á Íslandi í verðmæti. Á móti kemur að sjónmengun er talsverð af tuga metra háum vindmyllum. Hætt er við að einhverjum muni þykja þær spilla ásýnd sunnlenzkra sveita, verði af þessum áformum. Sömuleiðis hefur víða verið kvartað undan hljóðmengun sem hvinurinn frá vindmyllunum veldur. En það er reyndar í þéttbýlli löndum en Íslandi. Það er full ástæða til að skoða rækilega kosti og galla vindorkunnar og bera saman við orkuvinnslukosti sem byggja á jarðvarma eða vatnsorku. Og ástæða fyrir þá, sem hafa efasemdir um ýmsa síðarnefndu kostina að velta því fyrir sér hvort virkjun vindorku gæti að einhverju leyti komið í staðinn. Slík niðurstaða gæti þá hugsanlega stuðlað að betri sátt í orkumálum. Sú staðreynd að auðlindin er ókeypis og enginn á hana, gæti svo jafnvel haft í för með sér að villta vinstrið ætti auðveldara með að fallast á erlenda fjárfestingu í vindorkuverum en annars konar orkuverum hér á landi því að misskilningurinn um sölu auðlindanna þyrfti ekki einu sinni að koma upp - eða hvað? Möguleikar á nýtingu vindorku á Íslandi verðskulda klárlega skoðun og rækilega umræðu. Að minnsta kosti er ekki tímabært að byrja strax og að óathuguðu máli að berjast við vindmyllurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Þetta er orkukostur, sem á að skoða í fullri alvöru. Nýting vindorku hefur gefið góða raun í mörgum nágrannalöndum okkar. Vindurinn skilar Dönum til dæmis hátt í tíunda hluta þess rafmagns sem þeir nota. Úlfar Linnet, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir að hér á landi sé nægilega stöðugur vindur fyrir orkuvinnslu og vindrafstöðvar geti raunar skilað meiri orkuframleiðslu hér en í flestum öðrum löndum vegna betri nýtingar. Virkjun vindorku er ein umhverfisvænasta orkuvinnsluleið sem til er. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmda og efnisflutninga er miklu minni en vegna annarra virkjunarkosta. Jarðrask er sömuleiðis miklu minna en vegna vatnsafls- eða jarðvarmavirkjana. Víða erlendis halda bændur áfram að nytja land, sem leigt hefur verið undir vindorkuver, enda taka sjálfar vindrafstöðvarnar ekki upp nema um það bil einn hundraðshluta landrýmisins. Við bætist að auðlindin, vindurinn, er ókeypis og nokkurs virði að geta þannig breytt rokinu á Íslandi í verðmæti. Á móti kemur að sjónmengun er talsverð af tuga metra háum vindmyllum. Hætt er við að einhverjum muni þykja þær spilla ásýnd sunnlenzkra sveita, verði af þessum áformum. Sömuleiðis hefur víða verið kvartað undan hljóðmengun sem hvinurinn frá vindmyllunum veldur. En það er reyndar í þéttbýlli löndum en Íslandi. Það er full ástæða til að skoða rækilega kosti og galla vindorkunnar og bera saman við orkuvinnslukosti sem byggja á jarðvarma eða vatnsorku. Og ástæða fyrir þá, sem hafa efasemdir um ýmsa síðarnefndu kostina að velta því fyrir sér hvort virkjun vindorku gæti að einhverju leyti komið í staðinn. Slík niðurstaða gæti þá hugsanlega stuðlað að betri sátt í orkumálum. Sú staðreynd að auðlindin er ókeypis og enginn á hana, gæti svo jafnvel haft í för með sér að villta vinstrið ætti auðveldara með að fallast á erlenda fjárfestingu í vindorkuverum en annars konar orkuverum hér á landi því að misskilningurinn um sölu auðlindanna þyrfti ekki einu sinni að koma upp - eða hvað? Möguleikar á nýtingu vindorku á Íslandi verðskulda klárlega skoðun og rækilega umræðu. Að minnsta kosti er ekki tímabært að byrja strax og að óathuguðu máli að berjast við vindmyllurnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun