Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli 14. september 2010 18:57 Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira