Ölmusupólitík og aumingjavæðing 4. desember 2010 04:15 Að mati Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin." Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin."
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira