Fótbolti

Galliani: Ronaldinho verður áfram hjá Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho í leik með AC Milan.
Ronaldinho í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Adriano Galilani, stjórnarformaður AC Milan, á ekki von á öðru en að Ronaldinho verði áfram í herbúðum félagsins.

Ronaldinho sagði sjálfur í viðtali við ítalska fjölmiðla um helgina að hann væri ekki viss um hvort hann yrði áfram hjá félaginu, sérstaklega eftir að Leonardo var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins.

„Það er ekkert vandamál með Ronaldinho. Við höfum þegar náð samkomulagi við bróður hans," sagði Galliani en bróðir Ronaldinho, Roberto de Assis, er einnig umboðsmaður hans.

„Og það er enginn vafi á því að hann verði áfram hjá Milan á næsta tímabili," bætti Galliani við en samningur Ronaldinho rennur út í lok næstu leiktíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×