OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann 10. september 2010 11:49 Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira