Innlent

Ingólfur og Hreiðar sæta áfram farbanni

Hreiðar Már sigurðsson
Hreiðar Már sigurðsson

Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Kvöldið áður staðfesti Hæstiréttur farbann yfir Hreiðari Má Sigurðssyni. Samkvæmt úrskurðunum er þeim óheimilt að yfirgefa landið þangað til 28. maí.

Ingólfur og Hreiðar eru búsettir í Lúxemborg og telur sérstakur saksóknari ástæðu til að ætla að þeir reyni að komast úr landi. Það kynni að vera skaðlegt rannsókn hans á meintum stórfelldum lögbrotum sem framin voru í Kaupþingi fyrir bankahrun.

Tveir aðrir fyrrverandi yfirmenn Kaupþings, sem báðir búa í Lúxemborg, eru einnig í farbanni til 28. maí. Þetta eru þeir Magnús Guðmundsson og Steingrímur P. Kárason. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×