Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana 14. september 2010 02:30 Með skýrsluna á lofti Atli Gíslason í ræðustól Alþingis. fréttablaðið/gva Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira