Mikil ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Þrátt fyrir alla grænu, endurnýjanlegu orkuna sem við erum svo dugleg að segja útlendingum frá er Ísland í hópi þeirra landa sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á mann og brenna mestri olíu. Ástæðnanna er að leita bæði í aðstæðum okkar og lífsstíl. Við rekum óvenjulega stóran fiskiskipaflota, eigum mörg farskip og millilandaflugvélar. Færri þjóðir eiga stærri eða eyðslusamari bílaflota miðað við mannfjölda og við ökum langar vegalengir í strjálbýlu landi. Veðrið hefur svo kannski eitthvað með það að gera að við gerum minna af því að ganga, hjóla og taka strætó en margar frænd- og nágrannaþjóðir. Þótt útblástur frá Íslandi vegi kannski ekki þungt í heildarlosun heimsbyggðarinnar, ber hvert ríki - og raunar hver einstaklingur - sína ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ábyrgð hvers Íslendings er býsna mikil. Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin hyggst meðal annars leggja á kolefnisgjald, sem beini orkunotkun frá jarðefnaeldsneyti og yfir í vistvænni orkugjafa. Þá hefur hún samþykkt frumvarp um breytingu á álagningu vörugjalds á bifreiðar, sem mun taka mið af útblæstri og hvetur fólk til að kaupa sparneytna, vistvæna bíla. Ennfremur verða allt að hundrað þúsund krónur af vörugjaldi eldri bíla, sem breytt verður í metanbíla, endurgreitt. Þannig er ætlunin að flýta metanvæðingu bílaflotans. Stefnt er að því að finna fiskiskipaflotanum nýja orkugjafa og tilraunir eru hafnar með vinnslu lífeldsneytis fyrir skipavélar, svo dæmi séu nefnd. Í umræðum um loftslagsmál er oft látið í veðri vaka að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þýði hömlur á hagvöxt og minni lífsgæði. Þetta var lengi viðkvæðið hjá bandarískum stjórnvöldum, sem töldu að hömlur á losun myndu koma niður á atvinnulífi Bandaríkjamanna, til dæmis bílaiðnaðinum, og að kjör almennings kynnu að skerðast við það að þurfa að kaupa sér neyzlugrennri bíla og eyða minna rafmagni í loftkælingu. Viðhorfin vestra eru reyndar byrjuð að breytast. Margir átta sig á því að nauðsyn þess að draga saman útblástur eiturlofttegunda er drifkraftur þróunar og nýsköpunar, sem skapar hagvöxt. Það sama á að sjálfsögðu við hér. Ríkisstjórnin hyggst nú styðja við rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum í auknum mæli. Mörg sprotafyrirtæki vinna að orkusparandi og vistvænni tækni. Hún getur skapað störf og orðið útflutningsvara, rétt eins og þekking Íslendinga á sviði jarðhita. Verkefnisstjórnin, sem gerði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, telur að óvíða séu meiri möguleikar til bindingar kolefnis úr loftinu með skógrækt og landgræðslu en hér á landi. Í þeim verkefnum, sem eru hluti af áætluninni, felast líka tækifæri til að auka landgæði Íslands og þar með lífsgæði þjóðarinnar. Í loftslagsmálunum höfum við flest að vinna og litlu að tapa. Við eigum að axla þá ábyrgð, sem okkur ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
Þrátt fyrir alla grænu, endurnýjanlegu orkuna sem við erum svo dugleg að segja útlendingum frá er Ísland í hópi þeirra landa sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á mann og brenna mestri olíu. Ástæðnanna er að leita bæði í aðstæðum okkar og lífsstíl. Við rekum óvenjulega stóran fiskiskipaflota, eigum mörg farskip og millilandaflugvélar. Færri þjóðir eiga stærri eða eyðslusamari bílaflota miðað við mannfjölda og við ökum langar vegalengir í strjálbýlu landi. Veðrið hefur svo kannski eitthvað með það að gera að við gerum minna af því að ganga, hjóla og taka strætó en margar frænd- og nágrannaþjóðir. Þótt útblástur frá Íslandi vegi kannski ekki þungt í heildarlosun heimsbyggðarinnar, ber hvert ríki - og raunar hver einstaklingur - sína ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ábyrgð hvers Íslendings er býsna mikil. Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin hyggst meðal annars leggja á kolefnisgjald, sem beini orkunotkun frá jarðefnaeldsneyti og yfir í vistvænni orkugjafa. Þá hefur hún samþykkt frumvarp um breytingu á álagningu vörugjalds á bifreiðar, sem mun taka mið af útblæstri og hvetur fólk til að kaupa sparneytna, vistvæna bíla. Ennfremur verða allt að hundrað þúsund krónur af vörugjaldi eldri bíla, sem breytt verður í metanbíla, endurgreitt. Þannig er ætlunin að flýta metanvæðingu bílaflotans. Stefnt er að því að finna fiskiskipaflotanum nýja orkugjafa og tilraunir eru hafnar með vinnslu lífeldsneytis fyrir skipavélar, svo dæmi séu nefnd. Í umræðum um loftslagsmál er oft látið í veðri vaka að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þýði hömlur á hagvöxt og minni lífsgæði. Þetta var lengi viðkvæðið hjá bandarískum stjórnvöldum, sem töldu að hömlur á losun myndu koma niður á atvinnulífi Bandaríkjamanna, til dæmis bílaiðnaðinum, og að kjör almennings kynnu að skerðast við það að þurfa að kaupa sér neyzlugrennri bíla og eyða minna rafmagni í loftkælingu. Viðhorfin vestra eru reyndar byrjuð að breytast. Margir átta sig á því að nauðsyn þess að draga saman útblástur eiturlofttegunda er drifkraftur þróunar og nýsköpunar, sem skapar hagvöxt. Það sama á að sjálfsögðu við hér. Ríkisstjórnin hyggst nú styðja við rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum í auknum mæli. Mörg sprotafyrirtæki vinna að orkusparandi og vistvænni tækni. Hún getur skapað störf og orðið útflutningsvara, rétt eins og þekking Íslendinga á sviði jarðhita. Verkefnisstjórnin, sem gerði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, telur að óvíða séu meiri möguleikar til bindingar kolefnis úr loftinu með skógrækt og landgræðslu en hér á landi. Í þeim verkefnum, sem eru hluti af áætluninni, felast líka tækifæri til að auka landgæði Íslands og þar með lífsgæði þjóðarinnar. Í loftslagsmálunum höfum við flest að vinna og litlu að tapa. Við eigum að axla þá ábyrgð, sem okkur ber.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun