Arnaldur: Næstum sjö milljónir seldar 9. nóvember 2010 08:00 Arnaldur Indriðason er skriðinn yfir Sigur Rós; fjórmenningarnir hafa selt í kringum sex milljónir eintaka á meðan Arnaldur nálgast óðfluga sjö milljón markið. Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira