Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku 27. júlí 2010 11:21 Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent