Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur 20. ágúst 2010 18:59 Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Vestia er eignaumsýslufélag Landsbankans sem sér um fyrirtæki sem bankinn hefur tekið yfir en fyrirtækinu er stýrt af Steinþóri Baldurssyni, fyrrverandi yfirmanni á alþjóðasviði Landsbankans. Í dag var tilkynnt að Framtakssjóður Íslands, sem er fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna í stærri fjárfestingum hefði keypt Vestia á 19,5 milljarða króna en með í kaupunum fylgir jafnframt tæplega þrjátíu prósent hlutur í sjóðnum sem Landsbankinn eignast. Vestia hefur á undanförnum mánuðum tekið yfir mikið af verðmætum fyrirtækjum vegna skuldastöðu eigenda þeirra, en Landsbankinn var með mun stærra útlánasafn á íslenskum markaði en bæði Glitnir og Kaupþing. Meðal félaga sem eru inni í Vestia í dag eru sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group. Teymi, sem er eignarhaldsfélag í upplýsingatækni og á Vodafone, Skýrr, EJS og HugAx, Húsasmiðjan, sem á 16 verslanir um allt land og Plastprent. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir að um áhugaverðan fjárfestingarkost sé að ræða, en samhliða þessu hefur Landsbankinn skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjáraukningu í Framtakssjóðnum og kaupa allt að þriðjungshlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna. Finnbogi segir sjóðinn kominn með gott eignasafn. „Það er stefna okkar að fara með sjóðinn í að minnsta kosti 60 milljarða. Það er miðað við það að fjárfesta 40% á fyrsta ári, 30% á öðru og 20% á því þriðja og um 10% sem verður viðbótar fjárfestingar," segir Finnbogi. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Vestia er eignaumsýslufélag Landsbankans sem sér um fyrirtæki sem bankinn hefur tekið yfir en fyrirtækinu er stýrt af Steinþóri Baldurssyni, fyrrverandi yfirmanni á alþjóðasviði Landsbankans. Í dag var tilkynnt að Framtakssjóður Íslands, sem er fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna í stærri fjárfestingum hefði keypt Vestia á 19,5 milljarða króna en með í kaupunum fylgir jafnframt tæplega þrjátíu prósent hlutur í sjóðnum sem Landsbankinn eignast. Vestia hefur á undanförnum mánuðum tekið yfir mikið af verðmætum fyrirtækjum vegna skuldastöðu eigenda þeirra, en Landsbankinn var með mun stærra útlánasafn á íslenskum markaði en bæði Glitnir og Kaupþing. Meðal félaga sem eru inni í Vestia í dag eru sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group. Teymi, sem er eignarhaldsfélag í upplýsingatækni og á Vodafone, Skýrr, EJS og HugAx, Húsasmiðjan, sem á 16 verslanir um allt land og Plastprent. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir að um áhugaverðan fjárfestingarkost sé að ræða, en samhliða þessu hefur Landsbankinn skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjáraukningu í Framtakssjóðnum og kaupa allt að þriðjungshlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna. Finnbogi segir sjóðinn kominn með gott eignasafn. „Það er stefna okkar að fara með sjóðinn í að minnsta kosti 60 milljarða. Það er miðað við það að fjárfesta 40% á fyrsta ári, 30% á öðru og 20% á því þriðja og um 10% sem verður viðbótar fjárfestingar," segir Finnbogi.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29