Fótbolti

Begiristain hættur hjá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Begiristain er hér lengst til vinstri ásamt Joan Laporta og David Villa sem var keyptur til Barcelona skömmu áður en HM hófst.
Begiristain er hér lengst til vinstri ásamt Joan Laporta og David Villa sem var keyptur til Barcelona skömmu áður en HM hófst.
Txiki Begiristain er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona en hann hefur verið hægri hönd Joan Laporta, forseta félagsins, undanfarin ár.

Kjörtímabili Laporta lauk nú í sumar og því ákvað Begiristain að hætta sömuleiðis. Sanddro Rosell er nýr forseti Barcelona.

Begiristain hefur gegnt þessu hlutverki í sjö ár hjá félaginu en hann lék á árum áður á miðjunni með Barcelona.

Einn af þeim 38 leikmönnum sem Begiristain hefur fengið til félagsins á þessum tíma er Eiður Smári Guðjohnsen en á sama tímabili hafa 35 leikmenn horfið á braut. Eiður Smári kom árið 2006 en fór í fyrra til AS Monaco í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×