Vilja kaupa Manchester United Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2010 06:53 Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. Breska blaðið Times fullyrðir að fyrir hópnum fari Jim O´Neill. Hann er deildarstjóri á hagfræðisviði fjárfestingabankans Goldman Sachs en einnig góður vinur Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United. Markmið Rauðu riddaranna er að nýta sér viðskiptatengsl sín til þess að kalla saman hóp fjárfesta sem gæti safnað einum milljarði sterlingspunda, ríflega 190 milljörðum íslenskra króna, sem talið er að þeir þurfi til þess að kaupa félagið af Glazersfjölskyldunni, sem eru núverandi eigendur. Vonast er til að fjármagnið geti komið frá stuðningsmönnum United sem yrði þá boðin svokölluð gullin hlutabréf í félaginu og gætu haft sitt að segja um stjórnun þess. Glazerfjölskyldan brást við fréttum af fundi gærkvöldsins með því að gefa út yfirlýsingu um að United væri ekki til sölu. Hins vegar liggur fyrir að rekstur félagsins hefur reynst erfiður. Félagið greiddi rúma 41 milljón sterlingspunda í vexti á síðasta rekstrarári, sem jafngildir tæpum átta milljörðum íslenskra króna. Það þykir Rauðu riddurunum óforsvaranlegt. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. Breska blaðið Times fullyrðir að fyrir hópnum fari Jim O´Neill. Hann er deildarstjóri á hagfræðisviði fjárfestingabankans Goldman Sachs en einnig góður vinur Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United. Markmið Rauðu riddaranna er að nýta sér viðskiptatengsl sín til þess að kalla saman hóp fjárfesta sem gæti safnað einum milljarði sterlingspunda, ríflega 190 milljörðum íslenskra króna, sem talið er að þeir þurfi til þess að kaupa félagið af Glazersfjölskyldunni, sem eru núverandi eigendur. Vonast er til að fjármagnið geti komið frá stuðningsmönnum United sem yrði þá boðin svokölluð gullin hlutabréf í félaginu og gætu haft sitt að segja um stjórnun þess. Glazerfjölskyldan brást við fréttum af fundi gærkvöldsins með því að gefa út yfirlýsingu um að United væri ekki til sölu. Hins vegar liggur fyrir að rekstur félagsins hefur reynst erfiður. Félagið greiddi rúma 41 milljón sterlingspunda í vexti á síðasta rekstrarári, sem jafngildir tæpum átta milljörðum íslenskra króna. Það þykir Rauðu riddurunum óforsvaranlegt.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira