Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu SB skrifar 13. apríl 2010 15:38 Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira