Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls 8. júlí 2010 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er tekin í gær þegar þingfesting var í máli fjórmenningana sem smygluðu kókaíni frá spáni. Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september.
Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00