Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta SB skrifar 12. apríl 2010 08:22 Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira