Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá 18. febrúar 2010 06:00 Páll Hreinsson Segir leitt að hann geti ekki gefið meira upp að sinni, „en ímyndaðu þér, settu þig í mín spor, að geta ekki sagt orð og hafa verið með þessar upplýsingar í heilt ár!“ Fréttablaðið/pjetur Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira