Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku 20. apríl 2010 08:56 Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum." Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum."
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira